Rakel Andrésdóttir er starfandi listakona og animator. Hún vinnur  með hreyfimyndir, vídjó, innsetningar og leikræna gjörninga í verkum sínum. Hún skapar þvert á miðla og fjallar um pólitísk og persónuleg málefni í gegnum sögur og fantasíur. Innblástur verka hennar er mikið sóttur í amatörisma og sviðsetningar eins og barnaskólaleikrit og brúðuleikhús. Rakel hefur sýnt á samsýningum eins og Rúllandi Snjóbolta á Djúpavogi og Óþekktarormar: Orðrómur í Harbinger. Hún er í gjörningahljómsveitinni we are not romantic og gerði sviðsmyndir fyrir verkin Jesú er til, hann spilar á banjó og Satanvatnið sem voru bæði sýnd í Tjarnabíó. Ásamt því hefur hún verið viðriðin hinum ýmsu grasrótar list hópum í gegnum tíðina. Hún hefur sýnt stuttmyndir á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn og vann stuttmyndaverðlaun Skjaldborgar og Edduverðlaunin fyrir heimildarstuttmynda sína Kirsuberjatómatar. Rakel útskrifaðist með Ba gráðu úr myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020 og lauk námi í hreyfimyndagerð í Tékklandi, FAMU árið 2023.

︎


Rakel Andrésdóttir is a multidisciplinary artist and animator. Her body of work spans videos, installations, and theatrical performances, where she explores political and personal issues through storytelling and fantasy. Rakel draws inspiration from amateurism and the staging of performances, such as school plays and puppet theater. Over the years, she has been actively involved in various grassroots art groups. In addition to her art practice, Rakel has diverse work experience in music, visual art, film, and theater. She has screened short films at film festivals in Iceland, Italy, Norway, Japan and the Czech Republic, recently winning an Edda (the Icelandic Film and Television Academy award) for her short documentary film Cherry Tomatoes. Rakel holds a Bachelor of Fine Arts from the Iceland Academy of the Arts, which she earned in 2020, and she completed her studies in animation at FAMU in the Czech Republic in 2023.